Störf í boði

Umsókn um starf: atvinna@hn.is

Við erum að leita að hressri manneskju til að sjá um eldhús, þrif og snúninga fyrir okkur

Við leitum að að brosmildri, hressri og duglegri manneskju í hálft starf til að hugsa um skrifstofuhúsnæði og starfsfólk.

 Starfssvið, verkefni og ábyrgð

Skúra, skrúbba og bóna: Reglubundnar ræstingar og þrif á húsnæði.

Ást og umhyggja: Umsjón með hreinlæti á skrifstofuhúsnæði og eldhúsi.

Kaupæði, stundum brjálæði: Umsjón með eldhúsi og innkaupum fyrir léttan mat.

Sósa og salat: Útbýr einfalda létta rétti fyrir starfsfólk.

Sótt eða sent: Sendist og skutlast, sækir og skreppur

.Önnur tilfallandi störf.

Menntunar- og hæfniskröfur

Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.

Frumkvæði í starfi.

Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.

Bílpróf.

Bros.

Hreint sakavottorð.

 Ráðningarhlutfall og tími

Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 50% og er um framtíðarstarf að ræða.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi SA og viðkomandi stéttarfélags.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. 


Umsóknir sendist á atvinna@hn.is

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.