Störf í boði
Umsókn um starf: atvinna@hn.is
Við erum að leita að hressri manneskju til að sjá um eldhús, þrif og snúninga fyrir okkur
Við leitum að að brosmildri, hressri og duglegri manneskju í hálft
starf til að hugsa um skrifstofuhúsnæði og starfsfólk.
Starfssvið, verkefni og ábyrgð
Skúra, skrúbba og bóna: Reglubundnar ræstingar og þrif á húsnæði.
Ást og umhyggja: Umsjón með hreinlæti á skrifstofuhúsnæði og eldhúsi.
Kaupæði, stundum brjálæði: Umsjón með eldhúsi og innkaupum fyrir léttan mat.
Sósa og salat: Útbýr einfalda létta rétti fyrir starfsfólk.
Sótt eða sent: Sendist og skutlast, sækir og skreppur
.Önnur tilfallandi störf.
Menntunar- og hæfniskröfur
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Frumkvæði í starfi.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Bílpróf.
Bros.
Hreint sakavottorð.
Ráðningarhlutfall og tími
Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst.
Starfshlutfall er 50% og er um framtíðarstarf að ræða.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SA og viðkomandi stéttarfélags.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Enga feimni!
Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur.
Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.