Auður - ný fjármálaþjónusta Kvikubanka

Auður

Auður er splunkuný þjónusta í eigu Kviku banka. Þess vegna segjum við Auður – dóttir Kviku. Nafnið Auður á líka einstaklega vel við og ekki valið af handahófi en það þýðir gæfukona.  

Hönnunarteymið sem sá um að skapa ásýnd Auðar miðaði allt út frá eiginleikunum: Sterk og einföld. Nýta skýr sjónræn skilaboð til þess að koma upplýsingum á framfæri. Leturnotkun er einföld. Einungis er notast við feitletrun á letrinu Circular, sem er óvenjulegt í offlæði leturtegunda sem í boði eru. Litir hugsaðir út frá því að vera áberandi, þeir eru notaðir í sterkum andstæðum til þess að auka sýnileika. Síðast en ekki síst eru teikningarnar kirsuberið á kökunni. Allt saman myndar þetta skilaboðin sem við viljum koma til skila: Fágun og öryggi. Þessi efniviður nær að búa til heilsteypt og sterkt brand sem hefur möguleika á að endast í langan tíma. 

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.