NOX Medical

Nú sé ég heiminn í bjartari litum

Svefnvandamál eru undirliggjandi þáttur í mörgum af þeim lífstílsvandamálum sem íbúar hins vestræna heims glíma við í dag. Við urðum þess heiðurs aðnjótandi að fá að hanna nýtt útlit fyrir íslenska sprotafyrirtækið Nox Medical sem sérhæfir sig í svefnrannsóknum.

Markmiðið verkefnisins var að auka aðgreiningu Nox Medical á afar hörðum samkeppnismarkaði. Til að halda skýrri tengingu við Ísland varð sólargangurinn fyrir valinu sem eitt megið þema hönnunarinnar. Íslenskri náttúra og nýting hennar til útivistar var gert hátt undir höfði í myndmáli. Marínó Thorlacius, ljósmyndari, lagði sitt listræna auga á vogarskálarnar við tökur á fyrirsætum og náttúrumyndum.

Nox er mjög framarlega á tæknisviðinu og byggir eingöngu á íslensku hugviti en ber um leið djúpa umhyggju fyrir sjúklingum; eru einhverskonar blanda af Tony Stark og Florence Nightingale. „Nú sé ég heiminn í bjartari litum,“ hafði einn þeirra á orði sem hafði fengið greiningu og viðeigandi meðferðhjá NOX. Hvað er hægt að hugsa sér fallegra en slíka athugasemd frá viðskiptavini?

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.