Sagan

Allt frá stofnun hafa fyrirtæki og stofnanir leitað til H:N þegar mikið hefur legið við og þörf hefur verið á að ná ýtrasta árangri. Þá hefur stofan verið fengin til að leysa, með vel ígrundaðri markaðsstrategíu, stór og mikilvæg verk. 

H:N hóf vegferðina sem HÉR&NÚ auglýsingastofa. Síðan þá höfum við einu sinni skipt um nafn, einu sinni um eldhúsinnréttingu, þrisvar um lógó en aldrei um kennitölu. 

Fyrstu 15 árin var H:N eina auglýsingastofan innan SÍA sem var leidd áfram af konu í framkvæmdastjórn og stjórn. Stofan lýtur nú karlmannlegri leiðsagnar en leiðarljósið er sem fyrr að skapa ábyrgan og fjölskylduvænan vinnustað í anda jafnréttis. 

Strax á okkar fyrsta ári, vann H:N (HÉR&NÚ) ÍMARK-lúðurinn fyrir eftirtektarverðustu herferðina. Verk stofunnar hafa fangað athygli fyrir efnistök og árangur heima og heiman. Fyrir þau höfum við hlotið Epica verðlaun, EFFIE-lúðra og ítrekaðar viðurkenningar og umsagnir í mest lesnu kennslubókum hins enskumælandi heims i auglýsingafræðum.

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.