1238

1238 – The Battle of Iceland

Um mitt ár 2019 opnuðum við stórglæsilegt sögusafn á Sauðárkróki. Ekkert venjulegt safn, heldur hátæknilegt söguundur þar sem beitt er allra nýjustu tækni í sýndarveruleika (VR), viðbótarveruleika (AR) og tölvuleikjatöfrabrögðum.

Safnið er hannað frá grunni af H:N bæði að innan og utan með aðstoð og útfærslum frá fjölda frábærra samstarfsaðila. Lógóið er auðvitað hannað af okkur og innblásturinn kemur frá lykkjum hringabrynjunnar sem við ófum saman við tölurnar úr ártali Örlygsstaðabardaga: 1238.

1238 Baráttan um Ísland er söguleg barátta um sjálfstæði íslands upp úr Sturlungu en um leið baráttan um túristann á Íslandi! Hrein og bein markaðsaðgerð fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð, hugsuð sem eitthvað nægilega dramatískt, stórt og tilþrifamikið til þess að fanga athygli ferðamanna og fá þá til að beygja af leið inn á Skagafjörð – jafnvel fá þá til að ferðast sérstaklega norður.

Safnið er í meirihlutaeigu eigenda H:N og því hefur H:N verið í lykilhlutverki við að koma þessu tæknilega og hönnunarlega mjög svo krefjandi verkefni á koppinn og fá til liðs við okkur heimsklassa samstarfsaðila eins og RVX og fleiri.

Þegar sá dagur rennur upp að allt verður að ösku, þá kannski, kannski stendur þetta þrekvirki eftir og ber af öllu öðru sem við höfum afrekað, eins og silfur af eir.

Merch

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.