Ný ásýnd fyrir vörumerki Almenna leigufélagsins.

Björt, litrík og hlý Alma!

Við fengum það spennandi verkefni að búa til ásýnd fyrir vörumerki Almenna leigufélagsins og finna á það nýtt nafn. Niðurstaðan var nafnið Alma.  Alma kynnti svo í vor glænýja þjónustu á íslenskum leigumarkaði, langtímaleigusamninga til allt að sjö ára með föstu leiguverði.

Alma stendur fyrir traust, sveigjanleika og framúrskarandi þjónustu allan sólarhringinn. Á okkar fyrstu fundum sem fóru fram á skrifstofu Almenna leigufélagsins á Suðurlandsbraut, fundum við fyrir einstakri hlýju frá starfsfólki og mikilli þjónustulund, okkur langaði að koma þessari vinalegu stemningu áleiðis til viðskiptavina og almennings með því að skapa bjart, litríkt og hlýlegt útlit fyrir vörumerkið

Við endurhönnuðum fyrir Ölmu, heimasíðu, merkingar innanhúss og utan, merkingar á bíla, nýtt bréfsefni og svo lengi mætti telja. Við stóðum fyrir framleiðslu á sjónvarpsauglýsingum, útvarpsauglýsingum, vefborðum, útliti á samfélagsmiðlum o.s.frv.

Við ásamt starfsfólki Ölmu erum alsæl með útkomuna og höfum fengið mjög jákvæðan byr frá viðskiptavinum sem og öðrum sem hafa heyrt frá eða séð Ölmu. Takk fyrir frábærar viðtökur!Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.