Atlantsolía

Alhliða heildarlausnir í bensín og dísli

Atlantsolía kom fersk inn á olíumarkaðinn árið 2003 og hleypti samstundis miklu lífi í samkeppnina á þeim markaði. Hverskonar verðbreytingar urðu mun tíðari og samkeppnin harðari. Afsláttur á bensínlítranum fyrir hinn almenna neytanda var nánast óþekkt fyrirbrigði fyrir tilkomu Atlantsolíu en núna er það alþekkt.

Atlantsolía ákvað frá upphafi að bjóða eingöngu uppá ómannaðar sjálfsafgreiðslustöðvar og auðveldaði viðskiptavinum sínum lífið með hinum svokallaða dælulykli. Það var nýlunda á íslenskum markaði og viðtökurnar voru frábærar.

En þegar öllu er á botninn hvolft - þá selur Atlantsolía bara bensín! Það er nú ekki flóknara en svo. Það eru engar samlokur né pulsur, enginn tjöruhreinsir, rjómi eða verjur - bara bensín. Ekki má þó gleyma díslinum, nóg til af honum.

Atlantsolía hefur fengið hressa andlitslyftingu, ferskan bláan lit sem rímar við Atlantshafið og rödd Sögu Garðarsdóttur virkar sem bein innspýting í herferðina.

Alhliða heildarlausnir í bensíni og dísli!

Prufur

Bensínprufa Atlantsolíu - fylltu á ef þú fílar hana

Prófaðu bensínið frá Atlantsolíu, alveg frítt. Það er engu líkt. Eftir einn ei aki neinn er í okkar huga öfugmæli.
Við bjóðum þér að prófa flösku af Atlantsolíubensíni og ef þú ert að fíla það renndu þá við á næstu Atlantsolíustöð og fylltu á tankinn - það litla sem upp á vantar. 

Þú finnur bensínprufu Atlantsolíu fyrirvaralaust á bílum um land allt, stundum, kannski.
Í útvarpinu

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.