Happdrætti Háskóla Íslands

Fjölgum heppnum Íslendingum: Lukka Leifs að eilífu

 

Við höldum áfram að Fjölga heppnum Íslendingum í nýrri framhaldsherferð þar sem Lukka Leifs er kynnt til leiks sem heppnisrannsóknar-vísindamaður í ódauðlegu samstarfi við rektor Smára Laufdal. Hún er auðvitað hin eilífa Lukka sem svífur yfir Háskólanum í heppni.  

Rannsóknarfókusinn að þessu sinni var á óheppni, kómísku hliðina á heppni af því stærsta heppnisrannsókn Íslandssögunnar sýndi að helmingur Íslendinga telur sig vera óheppna og við þurfum auðvitað að breyta því.  

Herferðin var stútfull af byltingarkenndum nýjungum og ein af þeim var prívat hlaðvarp Háskólans í heppni: Í ljósi heppninnar. 

Hlaðvörp og auglýsingar í einum lukkupakka. Þar fjallar rektor Háskólans í heppni og samstarfsmenn hans um heppni og heppna Íslendinga frá hávísindalegu sjónarhorni. Auglýsingarnar eru vitanlega nettur snúningur á langvinsælasta íslenska hlaðvarpsþættinum – Í ljósi sögunnar, hennar Veru Illugadóttur. 

Markmiðið er blygðunarlaust: Að fjölga heppnum Íslendingum út um allan heim! 

 

Hvaða galna fyrirtæki sendir lukkufisk í markpósti? 

Svar: Urluð auglýsingastofa.  

Þessi lukkufiskur, eins konar fjörfiskur, fór út sem vísindalegt próf á heppni viðtakenda. Hann hreyfist í lófa manns og hreyfingin segir til um heppnina. Höfuð upp, sporður niður o.s.frv. – allt eftir töfrum! 

 

Eins og lukkufiskurinn væri ekki nóg, sendum við út Lukkuskeyti í símskeytaformi til allra útskriftarnema, lýstum mikilvægi HHÍ fyrir Háskólann og hvöttum þá til að kaupa miða í HHÍ í framtíðinni   

 

Sjónvarp

Markpóstur

Hlaðvarp

Happapeningur Jóakims
0:00
0:00
Jónas Freysson bóndi í Skagafirði
0:00
0:00
Jónas Freysson bóndi | Útvarp
0:00
0:00
Leifur Eiríksson, hinn heppni
0:00
0:00

Samfélagsmiðlar

Prent


Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.