Happdrætti Háskóla Íslands

Fjölgum heppnum Íslendingum

Háskólinn í heppni er unnin fyrir Happdrætti Háskóla Íslands. Hugmyndin var að búa til skemmtilega en athyglisverða herferð þar sem brugðið er á leik með hugtakið heppni. Markmið herferðarinnar er að sjálfsögðu að auka miðasölu í happdrættinu en um leið að tengja það betur við Háskóla Íslands. Happdrættið er enda rekið með það að markmiði að afla fjár til byggingaframkvæmda og tækjakaupa fyrir háskólann. Því fleiri sem eiga miða í HHÍ, því fleiri eiga von á vinningi og því betri verður aðstaða nemenda við HÍ.

Herferðin hófst með stærstu heppnisrannsókn sem gerð hefur verið á Íslandi og var unnin í samvinnu við Félagsvísindastofnun háskólans, Stefán Pálsson sagnfræðing og Sigrúnu Helgu Lund, doktor í tölfræði. Rannsóknin vakti gríðarlega athygli fjölmiðla enda niðurstöður hennar afar áhugaverðar – þar kemur meðal annars fram að aðeins 52% Íslendinga sem telja sig heppin og að þeir sem kusu Pírata telja sig mun óheppnari en þeir sem kusu aðra flokka.

Í kjölfar rannsóknarinnar ýttum við Háskólanum í heppni úr vör. Þorsteinn Bachmann fékk það hlutverk að túlka Smára Laufdal, rektor Háskólans í heppni, og gerði það á sinn stórkostlega hátt. Smári Laufdal hefur helgað líf sitt rannsóknum á heppni og er brautryðjandi á því sviði vísindanna. Hann hefur meðal annars kortlagt heillastjörnur í himinhvolfinu, týnt fjögurra laufa smára í öllum landshlutum, rannsakað skeifur frá ólíkum tímabilum Íslandssögunnar og meira að segja krufið búálf.

Smári mun halda áfram að vinna með niðurstöðu stærstu heppnisrannsóknar sem gerð hefur verið á Íslandi enda hefur hann eitt skýrt markmið, landi og þjóð til heilla: Að fjölga heppnum Íslendingum.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.