Honda

Við lögðum af stað með meira

Þetta verkefni fyrir félaga okkar hjá Bernhard þótti okkur sérstaklega skemmtilegt! Það sem er sérstakt við þessa auglýsingu er að hún er alfarið skotin í fundarherberginu okkar í Bankastrætinu.

Verkefnið fól í sér ákveðið afturhvarf í tíma. Hönnuðir settu tölvurnar til hliðar og tóku ljósaborðin fram og teiknuðu, klipptu og límdu af miklum móð. Útkoman er skemmtileg og þess má til gamans geta að hátt í 12 starfsmenn H:N fengu að „leika í auglýsingunni“. Þar réði fegurð, áferð og aldur handa einna mestu um hlutverkaval. Leikstjórn var í höndum leikskóladeildar H:N en félagar okkar hjá Snark útveguðu tökumann og búnað. Auglýsingin er í anda myndbands sem Honda gerði fyrir nokkrum árum og var birt á YouTube.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.