Kvika

Ásýnd nýs banka

Kvika - sameining tveggja stórra aðila á fjárfestingarbankasviði opnaði tækifæri til að nálgast bankaviðskipti á Íslandi á nýjan hátt. Þróuð var stefna sem efldi bankann sem umbreytingarafl og hún studd af okkar hálfu með hönnunarheimi sem gerði viðskiptavinum og samstarfsaðilum ljóst fyrir hvað bankinn stóð og hvað það þýddi að vera hluti af þeim samstarfsheimi sem bankinn markaði.

Gengið var út frá því að upplifun viðskiptavina yrði meiri í gegnum ásýnd bankans og áþreifanlega umgjörð en áður. Allt var hannað út frá þessari grunnhugmyndafræði; frá nafni bankans til raddar á símsvara, frá prentgripum til rafræns heims og frá auglýsingum til innanrýmis bankans.

Vörumerki

Innanhúshönnun

Nafn og merki Kviku ásamt allri grunnhönnun var unnin af hönnuðum okkar en þess fyrir utan áttum við í súperfínu samstarfi við Hafstein Júlíusson innanhúss- og iðnhönnuð og hans fólk í HAF-studio ásamt ljósmyndaranum Marínó Thorlacius en þetta góða fólk aðstoðaði okkur dyggilega við að skapa þá ásjónu sem staðsetti og markaði vörumerkið sem sterkast og við unnum markvisst að frá upphafi.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.