Lambakjöt

Hollráð Lambakjöts

Lambakjöt hóf skemmtilega herferð í sumar sem byggð var á Hollráðum Lambakjöts. Við söfnuðum saman ýmsum hollráðum úr ýmsum áttum og voru hollráðin ýmist skrifuð til að bæta matreiðsluna, verklagið í eldhúsinu, framreiðslu, undirbúning og almenna borðsiði. Öll eiga þessi hollráð að geta bætt sambandið á heimilinu, ekki eingöngu í eldhúsinu.

Ekki eru alltaf allir sammála um hvernig skal haga eldamennskunni. Er réttast að elda lambalærið á lágum hita í lengri tíma eða á hærri hita í styttri tíma? Til að túlka þessa baráttu ... eða „paráttu“ í eldhúsinu fengum við þau Telmu Marínu Jónsdóttur og Guðmund Elías Knudsen til að elda fyrir okkur vel valda rétti. Það gekk mikið á en allt gekk þetta vel að lokum. Pegasus sá um framleiðsluna og Reynir Lyngdal leikstýrði af sinni alkunnu snilli.

Til að setja punktinn yfir i-ið fengum við þau Sigríði Thorlacius og Sigtrygg Baldursson til að syngja nýtt lag „Ekkert er of gott fyrir þig” sem sérsamið var fyrir tilefnið og bætti það sannarlega kryddinu sem uppá vantaði til að fanga stemninguna. Lagið kallaðist skemmtilega á við dúett téðra söngvara sem sungu fyrir fáeinum árum lagið „Betri en þú” og klæddi auglýsingu Lambakjöts þar sem leikmenn handboltalandsliða karla og kvenna öttu kappi í eldhúsinu.

Nú er bara að safna saman öllum hollráðunum og verða betri manneskja, í eldhúsinu og víðar.

Lambakjöt

Matreiðslukeppni

Matreiðslukeppnir hafa notið fádæma vinsælda, svo við settum auðvitað upp eina. Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu á móti stelpunum okkar. Og hvort liðið er svo betra?

Dúndrandi stemning. Hörð keppni og ekkert nema ánægja.

Vinsælli auglýsingu var fylgt eftir með Facebook-leik og allt saman tengd nýju heimasíðunni: lambakjot.is

Lambakjötssalan í kjölfarið varð sú mesta frá aldamótum.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.