Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum

Aukum hlut kvenna í stjórnmálum

Við höldum alveg sérstaklega upp á þessa herferð sem keyrð var 1998 til að vekja athygli á hlut kvenna og á sérstaklega vel við að rifja upp í ár.

„Helmingur þjóðarinnar eru konur. Alþingi Íslendinga hefur hingað til ekki náð að endurspegla það hlutfall.“

Herferðin sýndi leiðtoga íslenskra stjórnmálaflokka reyna að setja sig í fótspor „hins kynsins“. Í kosningunum 1999 sem haldnar voru í kjölfar herferðarinnar jókst hlutur kvenna á Alþingi um 33%.

Í sjöttu útgáfu af „Advertising principles and practice“ var þessi herferð valin sem dæmi um klók og áhrifarík markaðssamskipti. Herferðin vakti mikla athygli innan og utan landssteinanna, þrátt fyrir lítið fjármagn í birtingar. BBC sýndi á besta tíma þátt um auglýsingarnar.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.