Vertu með svarta beltið í sparnaði

Það gleður okkur að draga fram í dagsljósið næstu skref Nettó fjölskyldunnar sem frá árinu 2017 hefur heimsótt landsmenn á sjónvarps- og tölvuskjám með ansi líflegum hætti. Sjötta auglýsingin í seríunni snýst um mömmuna, sem er vissulega „bad ass” þegar kemur að innkaupum. Hún er sumsé með svarta beltið í sparnaði - ekkert óþarfa bruðl hér!

Týpan sem um ræðir er ekkert að eyða tímanum í óþarfi og aurnum ekki heldur - þekkir gangana og tilboðin eins og lófann á sér enda slátrar hún helgartilboðunum hverja einustu helgi. Einstaklega skemmtilegt verkefni sem við unnum fyrir vini okkar í Nettó með nágrönnum okkar á Tjarnargötunni. Arnar Helgi Hlynsson sá um leikstjórn að þessu sinni og Rut Sigurðardóttir ljósmyndaði.  Niðurstaða: Það verður að viðurkennast að fátt nokkuð jafnast á við að splúndra melónu með baquette einu saman. 

Endilega reynið þetta heima krakkar!Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.