Reykjanes
Við höfum góða sögu að segja
Ímynd Reykjaness hafði lengi verið neikvæð. Þaðan höfðu reglulega borist fréttir um mikið atvinnuleysi og sú skoðun að þar væri ekki fallegt var of útbreidd. Samkvæmt rannsóknum er mælanlegur munur á viðhorfi til svæðisins borið saman við aðra landshluta. Hið athyglisverða er þó að á bak við það viðhorf leynist oftar en ekki fordómar eða einfaldlega rangar upplýsingar.
Markaðsátakið Reykjanes - við höfum góða sögu að segja, hefur það markmið að leiðrétta þennan ímyndarhalla. Reykjanesið er auðugt af stórmerkum jarðfræðilegum náttúrufyrirbærum og þar er víða ægifagurt. Vöxtur fyrirtækja hafði verið ógnarhraður og atvinnulíf er blómlegt en þó háð sveiflum, sérstaklega í ferðageiranum. Markmið herferðarinnar er að sýna fram á kosti Reykjaness sem atvinnu- og búsetusvæðis og um leið stappa stálinu í núverandi íbúa og auka stolt þeirra og ánægja af sinni heimabyggð.
Auglýsingar herferðarinnar byggja að miklu leyti á vitnisburði íbúa Reykjaness. Í gegnum þeirra líf fáum við innsýn í kraftmikið og spennandi samfélag þar sem er gott og búa og starfa.
Stórfróðlegt og skemmtilegt hlaðvarp hefur verið sett í loftið á @godarsogur sem finna má á Facebook síðunni : Góðar sögur hlaðvarp.




Enga feimni!
Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur.
Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.