SÍBS

Stærsti vinningur lífsins er að hafa góð áhrif á líf fólks

Það er af sérstöku þakklæti sem við gerum auglýsingar fyrir SÍBS, okkar elsta viðskiptavin. Að þessu sinni fjöllum við um stærsta vinninginn: Að fá að hafa góð áhrif á líf fólks. Nákvæmlega það sem við fáum með auglýsingum fyrir SÍBS. 

Lífið fer í hringi og lífshlutverk okkar breytast í takt. Foreldrar halda í hendur barna sinna fyrsta spölinn á lífsleiðinni og síðar taka börnin við og leiða foreldrana lokametrana. 

Gullfallegt ljóð Halldór Laxness, Hvert örstutt spor, við lag Jóns Norðdal, í flutningi meistara Megasar. Fullkomin lending. 

Það er skemmtileg tilvjun, eða ekki tilviljun, að með aðalhlutverk fara feðgarnir Ragnar og Jonni og mæðgurnar Guðrún og Embla. Guðjón Jónsson leikstýrði auglýsingunni og Sagafilm framleiddi.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.