SÍBS
Hvað myndir þú segja við yngri þig?
Þetta er spurning sem við beindum til almennings og viðmælenda okkar í nýjustu herferð SÍBS, sem er okkar elsti viðskiptavinur og sá fyrsti í 30 ára sögu H:N Markaðssamskipta. Spurningin var send út í könnun til almennings og svörin notuð sem grunnur að útvarpsauglýsingum og inntaki efnis í herferðina. Markmiðið var að fá einstaklinga til að fara í sjálfsskoðun, tala til yngri sjálfs síns og aðstoða aðra við að læra af sinni reynslu.
Fyrir sjónvarpsauglýsinguna fengum við Þröst Leó Gunnarsson til að rifja upp atvik á sinni ævi þegar hann stóð á tímamótum og þarfnaðist ráðleggingar. Þröstur valdi fallegt augnablik er hann eignaðist sitt fyrsta barn ungur að árum. Við sjáum Þröst ræða lífshlaup sitt og byrja um leið að yngjast. Að lokum stendur hann upp og gengur inn á fæðingarstofuna til að upplifa augnablikið aftur.
Samfélagsmiðlar
Til að nálgast almenning enn frekar og dreifa þessum skilaboðum vörpuðum við spurningunni á fjóra aðila til viðbótar. Þau fengu sömu spurningu og Þröstur og völdu mismunandi atvik í sínu lífi og deildu með almenningi.
Enga feimni!
Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur.
Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.