Nocco

Sveinki

Sveinki er árstíðarbundinn orkudrykkur frá Nocco sem birtist rétt fyrir jól og lætur sig svo hverfa eftir jólaösina, svona svipað og hinn raunverulegi jólasveinn. 

Til þess að auglýsa þennan drykk fórum við aðeins öðruvísi leið – þar sem þeirra helsti markhópur notar lítið hefðbundnu miðla þá nýttum við okkur að Nocco fær sína bestu svörun frá markhópnum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. 

Því var ráðist í átak til að kynna komu Sveinka fyrir jól með því að gæða hann lífi í Instagram-story filter sem við bjuggum til og var hann aðgengilegur öllum þeim sem eiga Instagram aðgang. Aðdáendur Sveinka og Nocco gátu leikið sér að honum og séð sjálfir um að kynna Sveinka með því að dreifa honum í Instagram story hjá sér.

Nocco lét svo allt sitt fólk pósta myndböndum af sér klætt sem Sveinka á Instagram, og sást Sveinki í hinum ýmsum athöfnum eins og golfi, crossfit, körfubolta og í klippingu; allt í allt um 425.000 sinnum í síma fólks og var filterinn notaður á einn eða annan hátt um 5.000 sinnum á Instagram (Yfir jólin 2019).

Hrikalega skemmtilegt verkefni sem heppnaðist vel með nýrri tækni.

Til baka í öll verkefni

Enga feimni!

Hringdu núna! Við erum samskiptastofa. Það er gott að tala við okkur. 

hn@hn.is
Bankastræti 9
520-2700
Facebook
Instagram
YouTube

Þú getur skráð þig á póstlistann okkar. Við sendum bara einu sinni í mánuði og segjum bara frá því sem er skemmtilegt.